Inngangsorð stjórnarskrár IWW

Verkalýðsstéttin og stétt atvinnurekenda eiga ekkert sameiginlegt. Engin friður mun ríkja svo lengi sem hungur og skortur fyrirfinnst meðal milljóna vinnandi fólks og meðan þau fáu sem tilheyra stétt atvinnurekenda hafa gæði heimsins í höndum sér.

Milli þessara stétta mun ríkja barátta þangað til að verkamenn heimsins skipuleggja sig sem stétt, taka sér yfirráð yfir framleiðsluháttunum, afnema launakerfið og lifa í sátt og samlyndi jörðina.

Við teljum að þar sem að stjórnun atvinnugreina færist í sífellu á færri og færri hendur sé verkalýðsfélögum ófært að sporna gegn sívaxandi valdi atvinnurekenda. Verkalýðsfélögin ala á ástandi sem stillir einum hluta verkamanna upp gegn öðrum í sömu stétt og ónýtir með því launadeilur hvorra annarra. Þar að auki auðvelda verkalýðsfélögin stétt atvinnurekenda að leiða verkamenn í þá villutrú að verkalýðsstéttin eigi sömu hagsmuna að gæta og vinnuveitendur hennar.

Þessu ástandi verður aðeins breytt og hagsmunum hinna vinnandi stétta verður aðeins haldið á lofti af samtökum sem mynduð eru á þann hátt að allir meðlimir þeirra í tiltekinni atvinnugrein, eða öllum atvinnugreinum ef þörf þykir, láti af störfum hvenær sem verkfall eða verkbann er í gangi í einhverri deild samtakanna og geri með því skaða eins skaða allra.

Í stað hins íhaldssama kjörorðs „Sanngjörn dagslaun fyrir sanngjarnt dagsverk” þurfum við að áletra hið byltingarsinnaða vígorð „Afnám launakerfisins” á borða okkar.

Það er sögulegt hlutverk verkalýðsstéttarinnar að losa sig við kapítalismann. Framleiðsluherinn verður að vera skipulagður, ekki aðeins fyrir hversdags