Hvað er IWW?

IWW er skammstöfun fyrir alþjóðlega verkalýðsfélagið Industrial Workers of the World (meðlimir eru stundum kallaðir „Wobblies“), lýðræðislegt, almennt verkalýðsfélag staðráðið í valdeflingu verkafólks innan vinnustaða. Það er stefna IWW að hópar verkafólks geti byggt upp sterk félög og notað þau til að ná fram þeim kjarabótum og breytingum sem fólk sækist eftir.

Innan IWW einbeitum við okkur að skipulagningu vinnufélaga okkar innan vinnustaða – þar sem við, sem verkafólk, búum yfir samtakamætti til að ná fram kröfum okkar. Skipulagning er ferli sem virkjar hóp fólks til að öðlast vald í gegnum beinar aðferðar yfir ákveð- num atriðum í lífi sínu – í vinnunni eða í samfélaginu.

IWW er rekið af félagsmönnum en ekki af launuðu starfsfólki eða verkalýðsforingjum. Félagið hefur aðeins einn starfsmann á fullum launum, það er aðalritara-gjaldkeri félagsins. Allir aðrir fulltrúar eru kosnir einu sinni á ári af öllum félagsmönnum. Svæðisbundnar deildir kjósa sína eigin fulltrúa og hafa algera stjórn yfir sínum eigin málefnum, svo framarlega sem deildin fylgir stjórnarskrá IWW.