Tilkynning #1

25.10.2013:

Eftirfarandi yfirlýsing er byrt í nafni Íslandsdeildar ‘Industrial Workers of the World’ (IWW). IWW eru alþjóðasamtök verkafólks sem berjast fyrir mannsæmandi tilveru allra verkalýðsstétta, sem og afnámi kapítalisma og launavinnukerfisins

 

Við fögnum og styðjum meginhugsunina í frumvarpi nr. 19 sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar er lagt til að þegar almenna frídaga, svo sem nýársdag, jól eða 17. júní beri upp á helgi verði gefið frí í vikunni á eftir. Einnig er lagt til að uppstigningardagur og sumardagurinn fyrsti verði færðir að helgi, til föstudags að því gefni að hann beri ekki upp á annan frídag, en þá verði þessir dagar færðir til miðvikudags.

Við fögnum þessari tímabæru breytingu og hvetjum alla þingmenn til að styðja rétt verkalýðsins til hvíldar og frítíma.

Engu að síður verðum við að admæli þeirri hugmynd að 1. maí verði færður til fyrsta mánudags maí mánaðar þar sem þessi dagur er alþjóðlegur baráttudagur fyrir réttindum og mannvirðingu alls verkafólks. 1. maí er ólíkur öðrum frídagur þar sem hann er ekki aðeins frídagur eða trúarhátíð heldur eina verkfæri stéttabaráttunnar sem er beitt um allan heim við sama tækifæri. Af sömu ástæðu andmælum við því að í texta frumvarpsins sé vísað til 1. maí sem ‘frídags verkamanna’ og krefjumst þess að hlutverki hans sem baráttudags verkalýðsins verði haldið til haga.

Við krefjumst þess að 1. maí verði haldinn 1. maí en beri hann upp á helgi verði bætt fyrir það mánudaginn á eftir.

Við hvetjum önnur stéttafélög, hagsmunahópa og verkafólk til þess að styðja við aukinn veg almennra frídaga og herða sig í baráttunni fyrir betri aðstæðum, öruggi og mannvirðingu allra verkalýðsstétta.

Í samstöðu við verkafólk hvarvetna

– Íslandsdeild Industrial Workers of the World