Samtök Atvinnulífsins skilja ekki hagfræði

Nýlega hafa Samtök Atvinnulífsins hafnað þeirri kröfu verkamanna að hækka lægstu laun. Samtök Atvinnulífsins hefur einnig nýlega sendu frá sér auglýsingu þar sem þau staðhæfa að meginástæða verðbólgu í íslenska hagkerfinu eftir bankahrunið sé sú að verkafólk hafi þegið launahækkanir. Íslandsdeild Alþjóðlegra Iðnverkamanna (IWW-I) álítur að þessi staðhæfing sé ekki aðeins röng heldur sýni verkalýðsstéttinni einnig óvirðingu.

Verðbólga á Íslandi hefur ekkert með laun að gera. Hvort sem það er til góðs eða ills er ástæða hennar sú að við höfum kosið að notast lítinn og sjálfstæðan gjaldmiðil. Íslenska krónan er ekki bundin við neinn annan gjaldmiðil og er því á floti, en smæð hennar gerir það að verkum að jafnvel örlitlar gárur á hafsjó hins hnattræna hagkerfis geta haft gríðarleg áhrif á íslenskt hagkerfi.

Það er ekki aðeins ónákvæmt að álykta að sanngjarnar launakröfur verkafólks séu meginástæða verðbólgu; sú ályktun byggir einnig á þeirri trú að peningarnir sem fóru í að uppfylla þær kröfur hafi verið prentaðir. Á sama tíma halda forkólfar viðskiptalífsins áfram að fá ofurlaun og gera aukinn gróða fyrirtækja sinna að umtalsefni. Verkafólk gæti auðveldlega þegið launahækkanir sínar úr þeim gróðabrunni án þess að það hefði nokkur áhrif á verðbólgu.

Að mati IWWI hafa Samtök Atvinnulífsins ekki áhuga á neinu öðru en að auka á gróða sinn. Þangað til að Samtök Atvinnulífsins biðjast afsökunar með leiðréttingu á staðhæfingum sínum og sína fram á raunverulegan vilja til þess að taka þátt í því að bæta samfélagið fyrir hvert og eitt okkar, geta Íslendingar réttilega gert ráð fyrir því að Samtök Atvinnulífsins séu virkir þáttakendur í stéttastríði gegn vinnandi fólki. Við hvetjum alla Íslendinga til að hunsa rangfærsluherferð Samtaka Atvinnulífsins og halda áfram að krefjast hærri launa gegnum stéttarfélög sín.