Hið kapítalíska hagkerfi mun aldrei verða sjálfbært

Ræðan frá Hjalta meðlim IWW, lesin á fyrsta maí 2014:

Til hamingju verkafólk með 1. maí.

Það er kominn tími á breytingar. Það er kominn tími til að við sköpum samfélag raunverulegs lýðræðis, jöfnuðar og sjálfbærni.

Hið kapítalíska hagkerfi mun aldrei verða sjálfbært. Það pólitíska kerfi sem við búum við mun aldrei veita ykkur raunverulegt lýðræðislegt umboð. Og máttlaus stéttafélög sem vinna innan beggja kerfa munu aldrei færa ykkur raunverulegann jöfnuð.

En nú er kominn tími á breytingar. Það er nýtt verkalýðsfélag á Íslandi og endurvakning róttækrar verkalýðsbaráttu mun með þinni hjálp skekja stoðir kerfisins. Industrial Workers of the World eru yfir aldar gamalt félag sem beitir aðferðum sem virka til að ná fram raunverulegum breytingum.

Breytingin hefst hjá þér! Breiðist út á þínum vinnustað! Í þínu samfélagi! Og vonandi að lokum um allann heim! Það er aðferðafræði Industrial Workers of the Wrold. Hún krefst þess að þú takir stjórn á þínu eigin lífi og þínum eigin aðstæðum. Þú getur strax í dag byrjað að mennta þig og fræðast um aðferðir IWW. Við verðum með námskeið síðar í dag.

Þú getur strax á morgun byrjað að skipuleggja þinn vinnustað. Fræða samverkafólk þitt, setja fram kröfur, skipuleggja aðgerðir, mynda samstöðu. Það er enginn vinnustaður sem ekki er hægt að stjórna lýðræðislega ef að verkafólk stendur saman. Í stað þess að skipuleggja stéttir og oftar en ekki sundra vinnustöðum í mörg aðskilin félög sem að semja hvert fyrir sig þá er grunn eining IWW vinnustaðurinn og samstaða innan vinnustaða. Við erum ekki stéttafélag heldur samstöðufélag.

Ólíkt skriffinskuræði hinn a hefðbundnu stéttarfélaga snýst IWW um raunverulegt lýðræði, beint lýðræði! Valdið er hjá ykkur, þið þurfið bara að skipuleggja ykkur og taka völdin í ykkar hendur.

IWW er ekki þjónustufélag eða ferðaskrifstofa, það mun ekki veita ykkur styrki eða reka sumarbústaði. Það er verkalýðsfélag sem gengur út á veldeflingu verkafólks til að taka stjórn á sínu eigin lífi og sínum eigin aðstæðum.

Industrial Workers of the World eru heimssamband. Á meðan peningar, vörur og vinnuafl flæða óheft um heiminn eru stöðugt reistir veggir og landamæri til að einangra og brjóta niður samstöðu verkafólks. Í dag nær kapítalisminn yfir allann heiminn. Verkafólk um allann heim verður að standa saman. Aldrei var meiri þörf en einmitt nú fyrir heimssamband verkafólks og eitt stórt verkalýðsfélag.

En nú hugsar eflaust einhver: “Af hverju ég?” Lífið er of þægilegt, við þurfum svo lítið að hafa fyrir því að hökta í gömlu rútínunni. Við fá um þó örfárra prósenta launahækkun af og til svona til að halda í við verðbólguna, kanski smá kaupmáttaraukningu svo að við getum krafsað í bakkann. Svo af hverju að taka af skarið? Af hverju núna? Af hverju þú?

Ef að viðleitni til að bæta þínar eigin aðstæður er ekki nóg þá gakktu til liðs við okkur af því að brot á einum er brot á öllum! Ef að kínverskur verkamaður fékk 50 kr á tímann fyrir að framleiða símann þinn þá er það brot á þér! Ef að tíu ára barn vann 16 tíma vinnudag við að sauma fötin þín þá er það brot á þér!

Kapítalisminn er jafn ógeðslegur í dag og hann var nokkurntíman. Gegndarlaus gróðahyggja auðvaldsins og pólitíska kerfisins sem þjónar því, veldur ómældri þjáningu um allann heim.
Á komandi árum og áratugum munum við upplifa efnahagskreppur og umhverfishamfarir.

Kapítalisminn og pólitíska kerfið eru hluti af vandamálinu. Lausnin er valdefling og sjálfstjórn verkafólks, raunverulegt efnahagslegt lýðræði rammað inn af samstöðu og samtakamætti fólks um allann heim.

En breytingin byrjar hér! Breytingin hefst núna! Hjá þér og mér!

Þess vegna er ég í Industrial Workers of the Wrold! Þess vegna er ég Wobblie!