February 9th: Stéttabarátta veitingahúsastarfsmanna í New York / Restaurant workers’ struggle in New York.

(English below)

Færðu ekki almennilegt vaktaplan?

Er ekkert svigrúm fyrir veikindi?

Færðu ekki greitt yfirvinnukaup?

Er yfirmaðurinn að innleiða nýjar og handahófskenndar reglur og vinnuaðferðir?

Við getum komið á fót öflugum samstöðufélögum starfsfólks á veitingastöðum og verndað þannig starfsfólk og bætt kjör þeirra.

Laugardaginn 9. febrúar ætla þau Kevin Ray og Marianne Garneau að segja frá reynslu sinni af stofnun Stardust Family United, verkalýðsfélagi hinna syngjandi þjóna sem starfa á heimsþekktum veitingastað á Times Square í New York – Ellen‘s Stardust Diner. SFU er verkalýðsfélag sem byggir á þátttökulýðræði, sem þýðir að starfsfólkið sjálf tekur ákvarðanir um hvaða mál eru tekin fyrir og tekst svo á við þau mál með beinum aðgerðum. Frá árinu 2016 hefur SFU náð fram launahækkunum, öryggisumbótum sem og ýmsum öðrum bótum á kjörum og vinnuskilyrðum.

Stardust Family United var stofnað snemma vorið 2016, í kjölfarið á því að nýir stjórnendur tóku við rekstrinum á Ellen‘s Stardust Diner. Nýju stjórnendurnir hófust handa við að innleiða nýjar og handahófskenndar reglur í þeim tilgangi að fæla á brott starfsfólk með áratuga starfsaldur hjá fyrirtækinu. Nokkrir starfsmenn byrjuðu þá að safna stuðningi við stofnun samstöðufélags starfsfólks á vinnustaðnum. Félagið er aðili að Alþjóðasambandi verkafólks (IWW) og tilgangur þess er að vernda starfsfólk og varðveita og bæta kjör þeirra. Þeim tókst að endurheimta „tip bucket“ (baukur fyrir þjórfé) og rétt starfsfólks til að snúa aftur til vinnu. Þegar stjórnendur heyrðu um þessar aðgerðir og fóru að fiska eftir upplýsingum um forystu félagsins, sneru SFU sér til New York Times, sem fjallaði um málið. Haft var eftir eigandanum að hann vildi eiga samstarf við starfsfólkið, en skömmu síðar rak hann 16 manns úr starfsliðinu og svo sextán til viðbótar í janúar 2017. Þjónarnir héldu áfram að safna stuðningi innan veitingastaðarins, settu á svið tónlistarmótmæli fyrir utan staðinn, og fóru auk þess í umfangsmikla herferð í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þeir höfðuðu einnig mál fyrir dómstólum og unnu málið fyrir landsnefnd vinnumála – starfsfólkið sem hafði verið rekið fékk aftur starfið sitt ásamt afturreiknuðum launum. Síðan þá hefur félagið haldið áfram að eflast og stækka, og hefur náð fram launahækkunum fyrir veitingafólk og kokka, sem og öryggisumbótum fyrir allt starfsfólk.

Marianne Garneau er skipuleggjandi hjá Heimssambands verkafólks. Hún er formaður fræðsluráðs sambandsins. Hún er með doktorsgráðu í stjórnmálaheimspeki frá The New School for Social Research. Marianne býr í New York ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum.

Kevin Ray er lagahöfundur/söngvari og aðgerðasinni á sviði verkaðlýsmála. Hann er upprunalega frá Los Angeles. Hann hefur starfað sem syngjandi þjónn hjá Ellen‘s Stardust Diner í New York í nærri 14 ár. Hann var einn stofnenda verkalýðsfélagsins Stardust Family United árið 2016. Síðan þá hefur hann átt stóran þátt í að ná fram llaunahækkunum, endurráðningum og sáttagreiðslum fyrir starfsfólk Ellen‘s Diner. Hann hefur hjálpað til við að gera félagið að því mikilvæga afli sem það er í dag.

Komdu og fáðu hugmyndir um hvernig þú getir haft meira að segja um starfsumhverfi þitt og kjör!

Laugardaginn 9 febrúar kl. 15-17 á fjórðu hæð í húsi Eflingar, Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

You don’t have a proper schedule?

You’re never allowed to be sick?

You don’t get paid overtime?

Your boss is enforcing arbitrary new rules and technology?

We can build effective unions in restaurants to protect employees and work to keep and improve wages and benefits.

Efling Organising Division invites all members to a meeting on Saturday February 9, where Kevin Ray and Marianne Garneau will give a talk about their experience in building the Stardust Family United, a union comprised of singing servers at the world-famous Ellen’s Stardust Diner in Times Square, New York City. SFU is a worker-led solidarity union, which means workers democratically make decisions about what grievances to take on, and then address them with direct action. SFU began in 2016, and has since won raises, benefits, health and safety protections, and numerous other struggles to improve working conditions.

Stardust Family United was formed in the early spring of 2016 after a team of new managers took over operations at Ellen’s Stardust Diner. Managers began enforcing arbitrary new rules in an attempt to drive decades old employees from the job. Singing Servers began building support for a solidarity union under the umbrella of the Industrial Workers of the World to protect employees and work to keep and improve wages and benefits. They fought collectively and successfully to restore the singers tip bucket and right of return. When management got wind of these actions and started fishing around for the unions leaders, SFU went public in the New York Times. The owner was quoted as saying he wanted to work with the employees but then promptly fired 16 of them and another 16 in January 2017. The servers continued their struggle, building support inside the restaurant, staging musical protests outside, and launching a wide press and social media campaign. They also sued in federal court and won their case with the National Labour Relations Board, getting back jobs and back pay for fired workers. They have continued to grow and win raises for hosts, cooks, and improved safety for all workers.

Marianne Garneau is an organizer with the Industrial Workers of the World. She currently chairs the union’s Education Department Board. She holds a PhD in political philosophy from The New School for Social Research. She lives in New York with her husband and two children.

Kevin Ray is a songwriter/singer and labour activist originally from Los Angeles. He has worked as a singing server at Ellen’s Stardust Diner in New York City for almost 14 years. In 2016 he was a founding member of the Industrial Workers of the World-affiliated Stardust Family United solidarity union. He has since been instrumental in achieving wage gains, reinstatements, and monetary settlements for workers at Ellen’s Diner and in growing the union into a powerful force.

Come and feel inspired to take control over your working life and improve your conditions!

9 February 2019, 3pm-5pm, 4th floor, Efling – General Union, Guðrúnartún 1, 105 Reykjavik

Leave a Reply