[English below]
Ísland getur stært sig af um 80 prósent þátttöku vinnandi fólks í stéttarfélögum og hér má finna vel skipulagða fylkingu stéttarfélaga sem urðu til í baráttu verkafólks fyrir réttindum sínum. Engu að síður hefur kraftur stéttafélaga smám saman dalað þangað til um þessar mundir.
Stétt stjórnsýslufólks stjórnar öllum eða flestum hliðum daglegs reksturs félagana. Þótt sumir innan stjórnsýslunnar hafi byrjað sinn vinnuferil „á plani“ og komist til metorða innan verkalýðsbaráttunar á grundvelli virkrar þátttöku þá er stjórnsýslan að mestu í litlum tengslum við það fólk sem hún stendur fyrir. Þar af leiðandi er minni áhætta tekin í kjaraviðræðum og málamiðlanir gerðar við atvinnurekendur á kostnað verkafólks. Til þess að bæta gráu ofan á svart er leitast við að takmarka átök á vinnumarkaði með hinu mikla regluverki um vinnutengsl sem finna má á Íslandi.
Vinnustefna stéttarfélaganna á Íslandi einkennist af hinu svokallað „le partage du gateau“ lögmáli sem merkir að deila kökunni með atvinnurekendum. Þótt félögin veiti þjónustu í krafti verkafólks og skapi einhvers konar átakarými til þess að berjast fyrir bættum kjörum og betri vinnuaðstöðu, þá koma þau einnig að mörgu leyti í vega fyrir að stéttaátök megi eiga sér stað.
Hvernig ætti heimssamband verkafólks að tengjast hinum fastmótuðu stéttarfélögum í ljósi þessa, og þá einkum nú þegar félögin reyna að endurnýja sig?
(Vinnusmiðjan fer fram á ensku)
Sunnudag, 24 Febrúar, 2019 frá 2:00 PM til 4:00 PM
Iceland boast a formal unionization rate of about 80%, with a tightly structured array of unions that were born within the working class for its defence. Despite their rich history, these unions have now become largely complacent.
Today a bureaucratic class within these unions handles all or most aspects of the day to day functioning. While these bureaucrats have often worked on the shop floor, and rose within the labour movement through active participation, their total removal from members affected by their decisions often leads to a lack of risk taking, and a lot of compromise with the bosses at the expense of the workers. Worse yet, Iceland has a highly regulated labour relations system which seeks to restrict conflict to the labour court.
The operating philosophy of Iceland’s unions can be characterized by the principle of “le partage du gateau” or the sharing of the cake with the boss. While they do offer services that represent workers and space to fight for better gains and protection in the workplace, they actively stifle the development of class antagonisms.
In this context, how should the Industrial Workers of the World related to the long-established unions, especially now in their struggle for renewal and rejuvenation?
Child care is available. Whisper translation will be available.
Sunday, February 24, 2019 at 2:00 PM – 4:00 PM