13.00 Hlemmur: IWW tekur þátt í kröfugöngu verkalýðsins.
14.00 Lækjatorg: Ræður um róttæk verkalíðsfélög, umhverfismál, jafnrétti, lýðræði og upplýsingar um réttindi verkafólks.
Grasrótarmiðstöðin – Brautarholt 4:
15.30: Spjallaður við IWW-meðlimi um vandamál á vinnustaðnum þínumþ
15.30: Hvað er IWW (Heimssamband verkafólks), og hverju getum við áorkað saman?
16.30: Fyrirlestur: Skipuleggðu vinnustaðinn þinn!
18.30: “Norma Rae” – bíómynd um baráttukonu; Umræður eftirá.
21.00: Ef það er ekki gaman, þá er engin bylting! Músík, söngur og almennur gleðskapur – Komdu með áfengi, hljóðfæri og lög!
Kæru samverkamenn!
1. maí er ykkar dagur! Þetta er ekki dagur vinnuveitandanna sem taka líf okkar að leigu, né er þetta dagur ríkisvaldsins sem stendur vörð um hagsmuni hinna auðugu. Þetta er okkar dagur: Okkar tækifæri til að vinna að hugskotsjónum okkar um manneskjulegra, réttlátara og umhverfisvænna samfélag og enduruppgötva að með samstöðu eru okkur allir vegir færir.
Við skulum því ekki leika sama leik og við höfum gert undangengin ár: Að ganga stillt í röð niður á Ingólfstorg til að hlýða á kerfiskarla halda ræður án þess að minnast einu orði á hugtök á borð við “stétt” eða “kapítalisma”, fá sér síðan vöfflur og kaffi og láta kyrt liggja fram á næsta ár. Á þessu ári skulum við gera eitthvað annað!
Heimssamband Verkafólks verður á ferðinni og á Lækjartorgi ætlum við að tala um allt það sem ekki er minnst á annarstaðar. Við trúum á betri heim. Við getum byrjað að byggja þann heim strax í dag. Saman getum við afnumið launakerfið. Við trúum því að hver sem er geti ráðist í aðgerðir fyrir bættum kjörum með samverkamönnum sínum hvenær sem er, með eða án leyfis að ofan. Hver lítil aðgerð er skref í átt að stærri sigrum. Okkar aðferðir hafa reynst árangursríkar á vinnustöðum rétt eins og þínum um í meira en öld.
Komdu á Lækjartorg þar sem talað verður um alvöru málefni á 1. maí. Vertu svo velkomin eftir gönguna í gömlu Grasrótarmiðstöðina að Brautarholti 4. Þar getur þú lært að skipuleggja þinn vinnustað, lært um sögu og aðferðir Heimssambands Verkafólks og hitt fólk sem vill endurvekja rótttæka verkalýðsbaráttu á Íslandi. Þegar líður á kvöldið geturðu svo tekið þátt í alvöru verkamanna teiti.